Undaneldistdýr þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði svo að hvolpar undan þeim fáist ættbókarfærðir hjá Hundaræktarfélagi Íslands (HRFÍ)

Mjaðmamyndir:

  • Undaneldisdýr skulu mynduð og niðurstaða kunn fyrir pörun (Gildir frá 01.03.2009).
  • Greinist hundur með D eða E mjaðmir skal hann skráður í ræktunarbann (Gildir frá 16.06.2015).

Augnvottorð:

  • Ræktunardýr skulu augnskoðuð fyrir pörun (01.03.2009).
  • Augnvottorð má ekki vera eldra en 12 mánaða við pörun undaneldishunda (01.03.2009).
  • Greinist hundur með staðfesta arfgenga vaxandi starblindu (cataract) mun hann verða skráður í ræktunarbann (Gildir frá 01.03.2009).
  • Greinist hundur með arfgenga vaxandi sjónurýrnun (PRA) fást hvolpar undan honum ekki ættbókarfærðir. Hundurinn, foreldrar og afkvæmi hans eru sett í ræktunarbann (Gildir frá 01.09.2012).
Advertisements